Fimm þúsund ára listform trendar Guðrún Ansnes skrifar 22. október 2015 08:30 Tinna hefur í nægu að snúast og alltaf nóg að gera. Nýlega sneri hún aftur heim til Íslands, eftir að hafa farðað fyrir þættina Game of Thrones, yfir þriggja þáttaraða tímabil. Vísir/Anton Brink Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt. Game of Thrones Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt.
Game of Thrones Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira