Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 20:13 Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. Vísir/Youtube Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira