Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 20:13 Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. Vísir/Youtube Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein