Frumsýnt á Vísi: Lagið fjallar um að sakna kærustunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2015 09:00 Auðunn Lúthersson gefur út sitt fyrsta myndband í dag. Vísir/Vilhelm Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“. Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“.
Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira