Opinber starfsemi verði skilvirkari Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2015 10:03 David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu saman við upphaf fundar í morgun. vísir/stefán Northern Future ráðstefnan var sett á Grand Hotel í morgun. Á fundinum taka þátt forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands. Á ráðstefnunni er rætt um framtíð skapandi greina og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. „Þetta eru góð umræðuefni. Allir vilja öflugan skapandi iðnað og allir vilja umfangsminna opinbert kerfi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en bætti því við að það væri vel þess virði að spyrja hvað þetta þýðir fyrir okkur öll. Hver ávinningurinn væri af öflugum skapandi greinum og skilvirkari stjórnsýslu. „Skapandi greinar búa til störf. Þær eru um 5 prósent af hagkerfi okkar og stækka um 10 prósent á ári,“ sagði Cameron, en bætti því við að þær skiptu einnig máli í öðru samhengi. Skapandi greinar í hverju ríki laði að fjárfesta. „Auðvitað skiptir líka miklu máli að starfsemi hins opinbera verði ódýrari og skilvirkari,“ sagði Cameron, en bætti við að þar væri einnig fleira sem skipti máli. Í London hafi útvistun verkefna leitt til þess að smærri fyrirtæki hafi getað boðið í verkefni. „Það hefur gert hagkerfið fjölbreyttara og minna háð Lundúnum“ sagði Cameron. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði fundinn á léttum nótum. „Það var alltaf hugmyndin frá því að David Cameron stofnaði til Northern Future ráðstefnunnar að hafa fundinn óformlegan. Og til að sýna hversu óformlegir við getum verið þá ákváðum við að taka bindin af,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur viðstaddra. „Það er svona sem stjórnmálamenn sýna að þeir geti verið óformlegir,“ sagði hann. En hann sagði að fundarmenn hefðu getað verið ennþá óformlegri. „Við færðum fundinn hingað frá Háskóla Íslands. Með því að færa fundinn gafst okkur tækifæri til þess að hafa alla dagskrána á einum stað, því að þið gistið auðvitað öll hér. Við hefðum getað verið ennþá óformlegri, því þið hefðuð auðvitað öll getað komið niður á baðsloppunum,“ sagði Sigmundur og uppskar enn meiri hlátur. Það hefði sannarlega verið óformlegt. Sigmundur Davíð sagði að efni fundarins skipti Íslendinga miklu máli. Opinbera kerfið væri stórt miðað við stærð hagkerfisins. Opinberi geirinn hefði ellefufaldast að stærð frá lýðveldisstofnun og enn sé tekist á um það hversu stórt það eigi að vera. Samtal um þetta efni skipti því máli. Cameron sagði að það væri gott að vera kominn til Íslands. „Ég er fyrsti forsætisráðherrann til að koma hingað frá því að Winston Churchill kom hingað 1941. Og það er gott að koma hingað á rólegri tímum.“ Hann minntist á að forsætisráðherrarnir hefðu snætt saman kvöldverð í gær. „Við ræddum saman í gær. Enginn hafði skrifaða ræðu og enginn var með punkta. Við vorum að tala um hlutina út frá hjartanu, hvort sem það var flóttamannavandamál, endurbætur í Evrópu, það sem er að gerast í Sýrlandi eða Úkraníu. Þetta er góð leið til að eiga samskipti,“ sagði Cameron. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Northern Future ráðstefnan var sett á Grand Hotel í morgun. Á fundinum taka þátt forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands. Á ráðstefnunni er rætt um framtíð skapandi greina og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. „Þetta eru góð umræðuefni. Allir vilja öflugan skapandi iðnað og allir vilja umfangsminna opinbert kerfi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en bætti því við að það væri vel þess virði að spyrja hvað þetta þýðir fyrir okkur öll. Hver ávinningurinn væri af öflugum skapandi greinum og skilvirkari stjórnsýslu. „Skapandi greinar búa til störf. Þær eru um 5 prósent af hagkerfi okkar og stækka um 10 prósent á ári,“ sagði Cameron, en bætti því við að þær skiptu einnig máli í öðru samhengi. Skapandi greinar í hverju ríki laði að fjárfesta. „Auðvitað skiptir líka miklu máli að starfsemi hins opinbera verði ódýrari og skilvirkari,“ sagði Cameron, en bætti við að þar væri einnig fleira sem skipti máli. Í London hafi útvistun verkefna leitt til þess að smærri fyrirtæki hafi getað boðið í verkefni. „Það hefur gert hagkerfið fjölbreyttara og minna háð Lundúnum“ sagði Cameron. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði fundinn á léttum nótum. „Það var alltaf hugmyndin frá því að David Cameron stofnaði til Northern Future ráðstefnunnar að hafa fundinn óformlegan. Og til að sýna hversu óformlegir við getum verið þá ákváðum við að taka bindin af,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur viðstaddra. „Það er svona sem stjórnmálamenn sýna að þeir geti verið óformlegir,“ sagði hann. En hann sagði að fundarmenn hefðu getað verið ennþá óformlegri. „Við færðum fundinn hingað frá Háskóla Íslands. Með því að færa fundinn gafst okkur tækifæri til þess að hafa alla dagskrána á einum stað, því að þið gistið auðvitað öll hér. Við hefðum getað verið ennþá óformlegri, því þið hefðuð auðvitað öll getað komið niður á baðsloppunum,“ sagði Sigmundur og uppskar enn meiri hlátur. Það hefði sannarlega verið óformlegt. Sigmundur Davíð sagði að efni fundarins skipti Íslendinga miklu máli. Opinbera kerfið væri stórt miðað við stærð hagkerfisins. Opinberi geirinn hefði ellefufaldast að stærð frá lýðveldisstofnun og enn sé tekist á um það hversu stórt það eigi að vera. Samtal um þetta efni skipti því máli. Cameron sagði að það væri gott að vera kominn til Íslands. „Ég er fyrsti forsætisráðherrann til að koma hingað frá því að Winston Churchill kom hingað 1941. Og það er gott að koma hingað á rólegri tímum.“ Hann minntist á að forsætisráðherrarnir hefðu snætt saman kvöldverð í gær. „Við ræddum saman í gær. Enginn hafði skrifaða ræðu og enginn var með punkta. Við vorum að tala um hlutina út frá hjartanu, hvort sem það var flóttamannavandamál, endurbætur í Evrópu, það sem er að gerast í Sýrlandi eða Úkraníu. Þetta er góð leið til að eiga samskipti,“ sagði Cameron.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira