Opinber starfsemi verði skilvirkari Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2015 10:03 David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu saman við upphaf fundar í morgun. vísir/stefán Northern Future ráðstefnan var sett á Grand Hotel í morgun. Á fundinum taka þátt forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands. Á ráðstefnunni er rætt um framtíð skapandi greina og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. „Þetta eru góð umræðuefni. Allir vilja öflugan skapandi iðnað og allir vilja umfangsminna opinbert kerfi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en bætti því við að það væri vel þess virði að spyrja hvað þetta þýðir fyrir okkur öll. Hver ávinningurinn væri af öflugum skapandi greinum og skilvirkari stjórnsýslu. „Skapandi greinar búa til störf. Þær eru um 5 prósent af hagkerfi okkar og stækka um 10 prósent á ári,“ sagði Cameron, en bætti því við að þær skiptu einnig máli í öðru samhengi. Skapandi greinar í hverju ríki laði að fjárfesta. „Auðvitað skiptir líka miklu máli að starfsemi hins opinbera verði ódýrari og skilvirkari,“ sagði Cameron, en bætti við að þar væri einnig fleira sem skipti máli. Í London hafi útvistun verkefna leitt til þess að smærri fyrirtæki hafi getað boðið í verkefni. „Það hefur gert hagkerfið fjölbreyttara og minna háð Lundúnum“ sagði Cameron. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði fundinn á léttum nótum. „Það var alltaf hugmyndin frá því að David Cameron stofnaði til Northern Future ráðstefnunnar að hafa fundinn óformlegan. Og til að sýna hversu óformlegir við getum verið þá ákváðum við að taka bindin af,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur viðstaddra. „Það er svona sem stjórnmálamenn sýna að þeir geti verið óformlegir,“ sagði hann. En hann sagði að fundarmenn hefðu getað verið ennþá óformlegri. „Við færðum fundinn hingað frá Háskóla Íslands. Með því að færa fundinn gafst okkur tækifæri til þess að hafa alla dagskrána á einum stað, því að þið gistið auðvitað öll hér. Við hefðum getað verið ennþá óformlegri, því þið hefðuð auðvitað öll getað komið niður á baðsloppunum,“ sagði Sigmundur og uppskar enn meiri hlátur. Það hefði sannarlega verið óformlegt. Sigmundur Davíð sagði að efni fundarins skipti Íslendinga miklu máli. Opinbera kerfið væri stórt miðað við stærð hagkerfisins. Opinberi geirinn hefði ellefufaldast að stærð frá lýðveldisstofnun og enn sé tekist á um það hversu stórt það eigi að vera. Samtal um þetta efni skipti því máli. Cameron sagði að það væri gott að vera kominn til Íslands. „Ég er fyrsti forsætisráðherrann til að koma hingað frá því að Winston Churchill kom hingað 1941. Og það er gott að koma hingað á rólegri tímum.“ Hann minntist á að forsætisráðherrarnir hefðu snætt saman kvöldverð í gær. „Við ræddum saman í gær. Enginn hafði skrifaða ræðu og enginn var með punkta. Við vorum að tala um hlutina út frá hjartanu, hvort sem það var flóttamannavandamál, endurbætur í Evrópu, það sem er að gerast í Sýrlandi eða Úkraníu. Þetta er góð leið til að eiga samskipti,“ sagði Cameron. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Northern Future ráðstefnan var sett á Grand Hotel í morgun. Á fundinum taka þátt forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands. Á ráðstefnunni er rætt um framtíð skapandi greina og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. „Þetta eru góð umræðuefni. Allir vilja öflugan skapandi iðnað og allir vilja umfangsminna opinbert kerfi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en bætti því við að það væri vel þess virði að spyrja hvað þetta þýðir fyrir okkur öll. Hver ávinningurinn væri af öflugum skapandi greinum og skilvirkari stjórnsýslu. „Skapandi greinar búa til störf. Þær eru um 5 prósent af hagkerfi okkar og stækka um 10 prósent á ári,“ sagði Cameron, en bætti því við að þær skiptu einnig máli í öðru samhengi. Skapandi greinar í hverju ríki laði að fjárfesta. „Auðvitað skiptir líka miklu máli að starfsemi hins opinbera verði ódýrari og skilvirkari,“ sagði Cameron, en bætti við að þar væri einnig fleira sem skipti máli. Í London hafi útvistun verkefna leitt til þess að smærri fyrirtæki hafi getað boðið í verkefni. „Það hefur gert hagkerfið fjölbreyttara og minna háð Lundúnum“ sagði Cameron. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði fundinn á léttum nótum. „Það var alltaf hugmyndin frá því að David Cameron stofnaði til Northern Future ráðstefnunnar að hafa fundinn óformlegan. Og til að sýna hversu óformlegir við getum verið þá ákváðum við að taka bindin af,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur viðstaddra. „Það er svona sem stjórnmálamenn sýna að þeir geti verið óformlegir,“ sagði hann. En hann sagði að fundarmenn hefðu getað verið ennþá óformlegri. „Við færðum fundinn hingað frá Háskóla Íslands. Með því að færa fundinn gafst okkur tækifæri til þess að hafa alla dagskrána á einum stað, því að þið gistið auðvitað öll hér. Við hefðum getað verið ennþá óformlegri, því þið hefðuð auðvitað öll getað komið niður á baðsloppunum,“ sagði Sigmundur og uppskar enn meiri hlátur. Það hefði sannarlega verið óformlegt. Sigmundur Davíð sagði að efni fundarins skipti Íslendinga miklu máli. Opinbera kerfið væri stórt miðað við stærð hagkerfisins. Opinberi geirinn hefði ellefufaldast að stærð frá lýðveldisstofnun og enn sé tekist á um það hversu stórt það eigi að vera. Samtal um þetta efni skipti því máli. Cameron sagði að það væri gott að vera kominn til Íslands. „Ég er fyrsti forsætisráðherrann til að koma hingað frá því að Winston Churchill kom hingað 1941. Og það er gott að koma hingað á rólegri tímum.“ Hann minntist á að forsætisráðherrarnir hefðu snætt saman kvöldverð í gær. „Við ræddum saman í gær. Enginn hafði skrifaða ræðu og enginn var með punkta. Við vorum að tala um hlutina út frá hjartanu, hvort sem það var flóttamannavandamál, endurbætur í Evrópu, það sem er að gerast í Sýrlandi eða Úkraníu. Þetta er góð leið til að eiga samskipti,“ sagði Cameron.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði