Erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á Gordon Brown Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2015 13:00 Forsætisráðherra kom því til skila við David Cameron að Íslendingar teldu óásættanlegt hvernig Bretar komu fram við Íslendinga í Icesave deilunni með setningu hryðjuverkalaga. Hann segir það hins vegar erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á öllu því sem Gordon Brown gerði. Fimmti fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á vettvangi Northern Future Forum hófst í Reykjavík í morgun. En ráðherrarnir hittust einnig óformlega í gærkvöldi að loknum kvöldverði með fulltrúum á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðmenningarhúsinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við sátum lengi saman og ræddum málin opinskátt. Sátum bara einir forsætisráðherrarnir og það er oft ágætis tilbreyting. Það er ekki eins formlegt eins og þegar menn mæta með embættismenn og fyrirfram undirbúna punkta. Þannig að við ræddum þessi stóru úrlausnarefni sem þessi lönd eru að fást við og gerðum það eins og ég segi mjög opinskátt,“ segir Sigmundur Davíð. Flóttamannavandinn hafi verið efstur á baugi í viðræðum forsætisráðherranna. „Hann er stórt mál í öllum þessum löndum og raunar allri Evrópu auðvitað. Svo var töluvert rætt um Evrópusambandið. Þá fyrst og fremst vegna þess að Bretar eru að endurmeta stöðu sína þar og um þróun efnahagsmála. Þar gengur mjög misvel, þannig að menn skiptust á ráðum og hugmyndum um hvernig best væri að fást við stöðuna í efnahagsmálum,“ segir Sigmundur Davíð.Forsætisráðherrarnir komnir til að hlusta Um áttatíu sérfræðingar á sviði skapandi greina og betri stjórnsýslu héðan og þaðan í heiminum sitja málstofur með forsætisráðherrunum í dag, þar sem ráðherrarnir segjast vera komnir til að hlusta og læra. Sigmundur Davíð segir þjóðirnar eiga sameiginleg áhyggjumál þótt lausnirnar hafi um margt verið ólíkar. Þess vegna sé mikilvægt að ráðherrarnir hittist til að bera saman bækur sínar og hvað virki og hvað ekki. „Ég hugsa að þessi lönd muni til dæmis koma betur samstillt inn í umræðuna sem nú er framundan um lausn á flóttamannavandanum. Það voru mjög gagnlegar umræður. Einig ræddum við umhverfismálin. Þar erum við búin að stilla saman strengi. Þannig að sameiginlegt gildismat þessara landa getur nýst þeim í að hafa meiri áhrif þegar menn svo hittast í stærri hópi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt aðeins við Cameron um Icesavedeiluna og ákvörðun Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Cameron hafi lagt áherslu á að þjóðirnar horfðu fram á veginn og samband þeirra hefði alla burði til að vera gott til framtíðar. „Ég tók undir það en hélt því samt til að að við teldum algerlega óásættanlegt hvernig bresk stjórnvöld hefðu komið fram á sínum tíma. Því var komið til skila og við vinnum áfram á uppbyggilegum nótum.“Sagði hann á enskunni „I am sorry?“ „Hann lét það nú vera. Ég hugsa að hann meti sem svo að ef hann ætti að fara að biðjast afsökunar á ýmsu sem Gordon Brown gæti það reynst honum erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Forsætisráðherra kom því til skila við David Cameron að Íslendingar teldu óásættanlegt hvernig Bretar komu fram við Íslendinga í Icesave deilunni með setningu hryðjuverkalaga. Hann segir það hins vegar erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á öllu því sem Gordon Brown gerði. Fimmti fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á vettvangi Northern Future Forum hófst í Reykjavík í morgun. En ráðherrarnir hittust einnig óformlega í gærkvöldi að loknum kvöldverði með fulltrúum á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðmenningarhúsinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við sátum lengi saman og ræddum málin opinskátt. Sátum bara einir forsætisráðherrarnir og það er oft ágætis tilbreyting. Það er ekki eins formlegt eins og þegar menn mæta með embættismenn og fyrirfram undirbúna punkta. Þannig að við ræddum þessi stóru úrlausnarefni sem þessi lönd eru að fást við og gerðum það eins og ég segi mjög opinskátt,“ segir Sigmundur Davíð. Flóttamannavandinn hafi verið efstur á baugi í viðræðum forsætisráðherranna. „Hann er stórt mál í öllum þessum löndum og raunar allri Evrópu auðvitað. Svo var töluvert rætt um Evrópusambandið. Þá fyrst og fremst vegna þess að Bretar eru að endurmeta stöðu sína þar og um þróun efnahagsmála. Þar gengur mjög misvel, þannig að menn skiptust á ráðum og hugmyndum um hvernig best væri að fást við stöðuna í efnahagsmálum,“ segir Sigmundur Davíð.Forsætisráðherrarnir komnir til að hlusta Um áttatíu sérfræðingar á sviði skapandi greina og betri stjórnsýslu héðan og þaðan í heiminum sitja málstofur með forsætisráðherrunum í dag, þar sem ráðherrarnir segjast vera komnir til að hlusta og læra. Sigmundur Davíð segir þjóðirnar eiga sameiginleg áhyggjumál þótt lausnirnar hafi um margt verið ólíkar. Þess vegna sé mikilvægt að ráðherrarnir hittist til að bera saman bækur sínar og hvað virki og hvað ekki. „Ég hugsa að þessi lönd muni til dæmis koma betur samstillt inn í umræðuna sem nú er framundan um lausn á flóttamannavandanum. Það voru mjög gagnlegar umræður. Einig ræddum við umhverfismálin. Þar erum við búin að stilla saman strengi. Þannig að sameiginlegt gildismat þessara landa getur nýst þeim í að hafa meiri áhrif þegar menn svo hittast í stærri hópi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt aðeins við Cameron um Icesavedeiluna og ákvörðun Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Cameron hafi lagt áherslu á að þjóðirnar horfðu fram á veginn og samband þeirra hefði alla burði til að vera gott til framtíðar. „Ég tók undir það en hélt því samt til að að við teldum algerlega óásættanlegt hvernig bresk stjórnvöld hefðu komið fram á sínum tíma. Því var komið til skila og við vinnum áfram á uppbyggilegum nótum.“Sagði hann á enskunni „I am sorry?“ „Hann lét það nú vera. Ég hugsa að hann meti sem svo að ef hann ætti að fara að biðjast afsökunar á ýmsu sem Gordon Brown gæti það reynst honum erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent