Bíó og sjónvarp

Leonardo DiCaprio tryggir sér kvikmyndaréttinn að Volkswagen-svindlinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Blekkingarleikur Volkswagen mun nú rata á hvíta tjaldið.
Blekkingarleikur Volkswagen mun nú rata á hvíta tjaldið. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio hefur keypt kvikmyndaréttinn að bók sem er í bígerð um Volkswagen-svindlið.

Paramount Pictures og framleiðslufyrirtæki leikarans fræga hafa keypt kvikmyndaréttinn að bók sem blaðamaður New York Times hefur í bígerð. Bókin er í vinnslu en mun að sögn rannsaka hvernig hugmyndafræðin „Meira, betra, hraðar“ lá að baki einum stærsta blekkingarleik í sögu viðskiptaheimsins.

Leonardo di Caprio þykir vera einn af helstu baráttumönnum Hollywood fyrir umhverfisvernd og því kemur kannski ekki á óvart að hann skyldi kaupa kvikmyndaréttinn af bók um Volkswagen-svindlið þar sem bílaframleiðandinn útbjó bíla sína til þess að svindla á útblástursprófum.

Hefur blekkingarleikurinn haft veruleg áhrif á Volkswagen, hlutabréf bílaframleiðandans hafa lækkað um þriðjung, stjakað hinum þaulsetna forstjóra fyrirtækisins af stóli og er Volkswagen nú viðfangsefni rannsókna út um allan heim.


Tengdar fréttir

Húsleitir hjá Volkswagen

Gert í von um að það muni varpa ljósi á hverjir bera ábyrgðina á dísilvélasvindlinu.

VW byrjar að innkalla í janúar

Bílframleiðandinn Volkswagen ætlar að hefja innköllun bíla sem búnir eru svindlbúnaðnum svokallaða í janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×