Innlent

Ólöf Nordal styður ekki verkfallsrétt lögreglumanna

Jakob Bjarnar skrifar
Ólöf Nordal styður ekki frumvarp þriggja þingmanna sem gengur út á að lögreglan fái aftur verkfallsrétt.
Ólöf Nordal styður ekki frumvarp þriggja þingmanna sem gengur út á að lögreglan fái aftur verkfallsrétt. visir/ernir
Ólöf Nordal innanríkisráðherra styður ekki verkfallsrétt lögreglumanna. Þetta kom fram nú fyrir stundu á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma.

Þrír þingmenn hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögreglulögum verði breytt í þá veru að lögreglumenn fái aftur verkfallsrétt.

Sjá nánar hér.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði innanríkisráðherra um afstöðu hennar til þessa, og vísaði til ófremdarástands innan lögreglunnar sem nú tugum saman mótmæla kjörum sínum fyrir utan Alþingishúsið. Ólöf Nordal svaraði því til að vissulega væri innanríkisráðuneytið með umgjörð sem er um starfsemi lögreglunnar. Og þar innan dyra hafi verið farið fram á aukið fjármagn til hennar. En, hún styður ekki frumvarpið.

„Starf þeirra með þeim hætti að það er betra, hagur þeirra er betur tryggður með samningum en að þeir fái verkfallsrétt. En það þýðir þá að því þarf að mæta í samningum við þá. Ef menn hafa ekki verkfallsréttinn þarf að mæta því í samningum og brýnt að það sé gert.“

Báðar, Katrín og Ólöf, drógu hvergi úr samfélagslegu mikilvægi lögreglunnar og þar yrði að bæta úr skák hvað varðar kjör og einnig að fjölga þyrfti lögregluþjónum.


Tengdar fréttir

Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn

Þrátt fyrir nýtt tilboð af hálfu ríkisins tókst ekki að ná fram kjarasamningi við SFR, sjúkraliða og lögreglumenn á daglöngum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Félögin liggja yfir hugmynd ríkisins að lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×