30. júní 2017 tímamótadagur í sögu Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 10:30 Arsene Wenger. Vísir/Getty Tími Arsene Wenger sem knattspyrnustjóri Arsenal gæti verið á enda eftir rúma tuttugu mánuði en enskir miðlar lesa það úr orðum franska stjórans að hann ætli að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út. Það er samt mikill hugur í Wenger og hann vill vinna enska meistaratitilinn áður en hann stígur frá borði. Núverandi samningur Arsene Wenger við Arsenal rennur út 30. júní 2017 en hann hefur stýrt liðinu frá því í október 1996. Hann verður þá orðinn 67 ára gamall. Arsene Wenger gerði Arsenal að bikarmeisturum í sjötta sinn síðasta vor og vann um leið sinn níunda stóra titil með félaginu. „Ég hef lent í mótlæti á tímum í þessu starfi en ég er ákveðnari sem aldrei fyrr. Ég var aðeins afslappaðri fyrir nítján árum en núna veit ég betur hvað þetta þýðir fyrir fólk. Ábyrgðin á mínum herðum er því enn meiri,“ sagði Arsene Wenger við Daily Telegraph.vísir/getty„Ég er staðráðinn í því að gefa mig allan í starfið fram á síðasta dag samnings míns, koma liðinu aftur á toppinn og sjá til þess að þegar ég fer geti félagið gert enn betur. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að skilja þannig við liðið að eftirmaður minn geti gert betur,“ sagði Arsene Wenger. Arsenal vann ekki titil á árunum 2005 til 2013 en byggði upp frábæran leikvang og hélt sér allan tímann í Meistaradeildinni. Wenger væri ekki til í að fara í gegnum slíka göngu aftur. „Ef þú myndir biðja mig um að gera þetta aftur þá væri svarið nei, leyfum einhverjum öðrum að gera þetta. Þetta var svo erfitt,“ sagði Wenger. Hann er samt á því að það sé eitt mesta afrek hans sem knattspyrnustjóra Arsenal að hafa haldið félaginu í Meistaradeildinni á sama tíma og nær allur peningurinn fór í Emirates-leikvanginn. Arsenal vann 3-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahlé og er nú tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur allt til alls til að vinna fyrsta meistaratitilinn frá árinu 2004. „Við eigum aftur möguleika á því að vinna titilinn og það góðan möguleika. Vendipunkturinn í sögu þessa liðs var í janúar 2015 og ekkert annað félag hefur náð í fleiri stig á árinu 2015. Það segir okkur að við erum á réttri leið,“ sagði Wenger. Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger sá fyrsti sem tapar 50 leikjum í Meistaradeildinni Arsene Wenger hlaut í gærkvöld þann vafasama heiður að verða fyrsti knattspyrnustjórinn sem hefur tapað 50 leikjum í Meistaradeild Evrópu. 17. september 2015 13:00 Sanchez stórkostlegur í öruggum sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, fór á kostum og setti tvö mörk í 3-0 sigri Arsenal á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. október 2015 16:45 Mourinho myndi taka við öllum leikmönnum Arsenal Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut föstum skotum að kollega sínum hjá Arsenal, Arsene Wenger, eftir leik liðanna um helgina. 21. september 2015 14:00 Wenger vill ekkert segja Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. september 2015 10:00 Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Wenger missti af Martial Knattspyrnustjóri Arsenal taldi Frakkann unga vera meiri kantmann og vildi því ekki fá hann. 25. september 2015 08:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Tími Arsene Wenger sem knattspyrnustjóri Arsenal gæti verið á enda eftir rúma tuttugu mánuði en enskir miðlar lesa það úr orðum franska stjórans að hann ætli að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út. Það er samt mikill hugur í Wenger og hann vill vinna enska meistaratitilinn áður en hann stígur frá borði. Núverandi samningur Arsene Wenger við Arsenal rennur út 30. júní 2017 en hann hefur stýrt liðinu frá því í október 1996. Hann verður þá orðinn 67 ára gamall. Arsene Wenger gerði Arsenal að bikarmeisturum í sjötta sinn síðasta vor og vann um leið sinn níunda stóra titil með félaginu. „Ég hef lent í mótlæti á tímum í þessu starfi en ég er ákveðnari sem aldrei fyrr. Ég var aðeins afslappaðri fyrir nítján árum en núna veit ég betur hvað þetta þýðir fyrir fólk. Ábyrgðin á mínum herðum er því enn meiri,“ sagði Arsene Wenger við Daily Telegraph.vísir/getty„Ég er staðráðinn í því að gefa mig allan í starfið fram á síðasta dag samnings míns, koma liðinu aftur á toppinn og sjá til þess að þegar ég fer geti félagið gert enn betur. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að skilja þannig við liðið að eftirmaður minn geti gert betur,“ sagði Arsene Wenger. Arsenal vann ekki titil á árunum 2005 til 2013 en byggði upp frábæran leikvang og hélt sér allan tímann í Meistaradeildinni. Wenger væri ekki til í að fara í gegnum slíka göngu aftur. „Ef þú myndir biðja mig um að gera þetta aftur þá væri svarið nei, leyfum einhverjum öðrum að gera þetta. Þetta var svo erfitt,“ sagði Wenger. Hann er samt á því að það sé eitt mesta afrek hans sem knattspyrnustjóra Arsenal að hafa haldið félaginu í Meistaradeildinni á sama tíma og nær allur peningurinn fór í Emirates-leikvanginn. Arsenal vann 3-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahlé og er nú tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur allt til alls til að vinna fyrsta meistaratitilinn frá árinu 2004. „Við eigum aftur möguleika á því að vinna titilinn og það góðan möguleika. Vendipunkturinn í sögu þessa liðs var í janúar 2015 og ekkert annað félag hefur náð í fleiri stig á árinu 2015. Það segir okkur að við erum á réttri leið,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger sá fyrsti sem tapar 50 leikjum í Meistaradeildinni Arsene Wenger hlaut í gærkvöld þann vafasama heiður að verða fyrsti knattspyrnustjórinn sem hefur tapað 50 leikjum í Meistaradeild Evrópu. 17. september 2015 13:00 Sanchez stórkostlegur í öruggum sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, fór á kostum og setti tvö mörk í 3-0 sigri Arsenal á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. október 2015 16:45 Mourinho myndi taka við öllum leikmönnum Arsenal Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut föstum skotum að kollega sínum hjá Arsenal, Arsene Wenger, eftir leik liðanna um helgina. 21. september 2015 14:00 Wenger vill ekkert segja Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. september 2015 10:00 Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Wenger missti af Martial Knattspyrnustjóri Arsenal taldi Frakkann unga vera meiri kantmann og vildi því ekki fá hann. 25. september 2015 08:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Wenger sá fyrsti sem tapar 50 leikjum í Meistaradeildinni Arsene Wenger hlaut í gærkvöld þann vafasama heiður að verða fyrsti knattspyrnustjórinn sem hefur tapað 50 leikjum í Meistaradeild Evrópu. 17. september 2015 13:00
Sanchez stórkostlegur í öruggum sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, fór á kostum og setti tvö mörk í 3-0 sigri Arsenal á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. október 2015 16:45
Mourinho myndi taka við öllum leikmönnum Arsenal Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut föstum skotum að kollega sínum hjá Arsenal, Arsene Wenger, eftir leik liðanna um helgina. 21. september 2015 14:00
Wenger vill ekkert segja Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. september 2015 10:00
Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00
Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00
Wenger missti af Martial Knattspyrnustjóri Arsenal taldi Frakkann unga vera meiri kantmann og vildi því ekki fá hann. 25. september 2015 08:00