30. júní 2017 tímamótadagur í sögu Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 10:30 Arsene Wenger. Vísir/Getty Tími Arsene Wenger sem knattspyrnustjóri Arsenal gæti verið á enda eftir rúma tuttugu mánuði en enskir miðlar lesa það úr orðum franska stjórans að hann ætli að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út. Það er samt mikill hugur í Wenger og hann vill vinna enska meistaratitilinn áður en hann stígur frá borði. Núverandi samningur Arsene Wenger við Arsenal rennur út 30. júní 2017 en hann hefur stýrt liðinu frá því í október 1996. Hann verður þá orðinn 67 ára gamall. Arsene Wenger gerði Arsenal að bikarmeisturum í sjötta sinn síðasta vor og vann um leið sinn níunda stóra titil með félaginu. „Ég hef lent í mótlæti á tímum í þessu starfi en ég er ákveðnari sem aldrei fyrr. Ég var aðeins afslappaðri fyrir nítján árum en núna veit ég betur hvað þetta þýðir fyrir fólk. Ábyrgðin á mínum herðum er því enn meiri,“ sagði Arsene Wenger við Daily Telegraph.vísir/getty„Ég er staðráðinn í því að gefa mig allan í starfið fram á síðasta dag samnings míns, koma liðinu aftur á toppinn og sjá til þess að þegar ég fer geti félagið gert enn betur. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að skilja þannig við liðið að eftirmaður minn geti gert betur,“ sagði Arsene Wenger. Arsenal vann ekki titil á árunum 2005 til 2013 en byggði upp frábæran leikvang og hélt sér allan tímann í Meistaradeildinni. Wenger væri ekki til í að fara í gegnum slíka göngu aftur. „Ef þú myndir biðja mig um að gera þetta aftur þá væri svarið nei, leyfum einhverjum öðrum að gera þetta. Þetta var svo erfitt,“ sagði Wenger. Hann er samt á því að það sé eitt mesta afrek hans sem knattspyrnustjóra Arsenal að hafa haldið félaginu í Meistaradeildinni á sama tíma og nær allur peningurinn fór í Emirates-leikvanginn. Arsenal vann 3-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahlé og er nú tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur allt til alls til að vinna fyrsta meistaratitilinn frá árinu 2004. „Við eigum aftur möguleika á því að vinna titilinn og það góðan möguleika. Vendipunkturinn í sögu þessa liðs var í janúar 2015 og ekkert annað félag hefur náð í fleiri stig á árinu 2015. Það segir okkur að við erum á réttri leið,“ sagði Wenger. Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger sá fyrsti sem tapar 50 leikjum í Meistaradeildinni Arsene Wenger hlaut í gærkvöld þann vafasama heiður að verða fyrsti knattspyrnustjórinn sem hefur tapað 50 leikjum í Meistaradeild Evrópu. 17. september 2015 13:00 Sanchez stórkostlegur í öruggum sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, fór á kostum og setti tvö mörk í 3-0 sigri Arsenal á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. október 2015 16:45 Mourinho myndi taka við öllum leikmönnum Arsenal Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut föstum skotum að kollega sínum hjá Arsenal, Arsene Wenger, eftir leik liðanna um helgina. 21. september 2015 14:00 Wenger vill ekkert segja Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. september 2015 10:00 Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Wenger missti af Martial Knattspyrnustjóri Arsenal taldi Frakkann unga vera meiri kantmann og vildi því ekki fá hann. 25. september 2015 08:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Tími Arsene Wenger sem knattspyrnustjóri Arsenal gæti verið á enda eftir rúma tuttugu mánuði en enskir miðlar lesa það úr orðum franska stjórans að hann ætli að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út. Það er samt mikill hugur í Wenger og hann vill vinna enska meistaratitilinn áður en hann stígur frá borði. Núverandi samningur Arsene Wenger við Arsenal rennur út 30. júní 2017 en hann hefur stýrt liðinu frá því í október 1996. Hann verður þá orðinn 67 ára gamall. Arsene Wenger gerði Arsenal að bikarmeisturum í sjötta sinn síðasta vor og vann um leið sinn níunda stóra titil með félaginu. „Ég hef lent í mótlæti á tímum í þessu starfi en ég er ákveðnari sem aldrei fyrr. Ég var aðeins afslappaðri fyrir nítján árum en núna veit ég betur hvað þetta þýðir fyrir fólk. Ábyrgðin á mínum herðum er því enn meiri,“ sagði Arsene Wenger við Daily Telegraph.vísir/getty„Ég er staðráðinn í því að gefa mig allan í starfið fram á síðasta dag samnings míns, koma liðinu aftur á toppinn og sjá til þess að þegar ég fer geti félagið gert enn betur. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að skilja þannig við liðið að eftirmaður minn geti gert betur,“ sagði Arsene Wenger. Arsenal vann ekki titil á árunum 2005 til 2013 en byggði upp frábæran leikvang og hélt sér allan tímann í Meistaradeildinni. Wenger væri ekki til í að fara í gegnum slíka göngu aftur. „Ef þú myndir biðja mig um að gera þetta aftur þá væri svarið nei, leyfum einhverjum öðrum að gera þetta. Þetta var svo erfitt,“ sagði Wenger. Hann er samt á því að það sé eitt mesta afrek hans sem knattspyrnustjóra Arsenal að hafa haldið félaginu í Meistaradeildinni á sama tíma og nær allur peningurinn fór í Emirates-leikvanginn. Arsenal vann 3-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahlé og er nú tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur allt til alls til að vinna fyrsta meistaratitilinn frá árinu 2004. „Við eigum aftur möguleika á því að vinna titilinn og það góðan möguleika. Vendipunkturinn í sögu þessa liðs var í janúar 2015 og ekkert annað félag hefur náð í fleiri stig á árinu 2015. Það segir okkur að við erum á réttri leið,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger sá fyrsti sem tapar 50 leikjum í Meistaradeildinni Arsene Wenger hlaut í gærkvöld þann vafasama heiður að verða fyrsti knattspyrnustjórinn sem hefur tapað 50 leikjum í Meistaradeild Evrópu. 17. september 2015 13:00 Sanchez stórkostlegur í öruggum sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, fór á kostum og setti tvö mörk í 3-0 sigri Arsenal á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. október 2015 16:45 Mourinho myndi taka við öllum leikmönnum Arsenal Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut föstum skotum að kollega sínum hjá Arsenal, Arsene Wenger, eftir leik liðanna um helgina. 21. september 2015 14:00 Wenger vill ekkert segja Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. september 2015 10:00 Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Wenger missti af Martial Knattspyrnustjóri Arsenal taldi Frakkann unga vera meiri kantmann og vildi því ekki fá hann. 25. september 2015 08:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Wenger sá fyrsti sem tapar 50 leikjum í Meistaradeildinni Arsene Wenger hlaut í gærkvöld þann vafasama heiður að verða fyrsti knattspyrnustjórinn sem hefur tapað 50 leikjum í Meistaradeild Evrópu. 17. september 2015 13:00
Sanchez stórkostlegur í öruggum sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, fór á kostum og setti tvö mörk í 3-0 sigri Arsenal á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. október 2015 16:45
Mourinho myndi taka við öllum leikmönnum Arsenal Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut föstum skotum að kollega sínum hjá Arsenal, Arsene Wenger, eftir leik liðanna um helgina. 21. september 2015 14:00
Wenger vill ekkert segja Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. september 2015 10:00
Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á enskri grundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. 30. september 2015 10:00
Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00
Wenger missti af Martial Knattspyrnustjóri Arsenal taldi Frakkann unga vera meiri kantmann og vildi því ekki fá hann. 25. september 2015 08:00