Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 15:02 Jay Z segist ekki hafa vitað af því að stefið í Big Pimpin væri sampl úr laginu Khosara Khosara. Vísir/EPA Bandaríski rapparinn Jay Z hefur borið vitni í höfundarréttarmáli sem afkomendur egypska tónskáldsins Baligh Hamdy höfðuðu gegn honum. Málið hefur verið um fjögur ár í bandarísku dómskerfi og varðar notkun Jay Z á stefi úr laginu Khosara Khosara frá árinu 1957 í laginu Big Pimpin sem kom út árið 2000. Það var dómari í Kaliforníu-ríki kvað upp þann úrskurð árið 2011 að ættingi Hamdys, Osama Ahmed Fahmy, mætti höfða mál gegn Jay Z fyrir notkun á stefinu án leyfis, samkvæmt egypskum lögum. Í stefnunni kom fram að aðeins væri hægt að fá leyfi fyrir notkun á óbreyttri útgáfu af Khosara, Khosara. Þar sem stefinu úr Khosara, Khosara í Big Pimpin hafði verið breytt, þurfti Jay Z samkvæmt egypskum lögum að fá leyfi frá öllum fjórum börnum Hamdys, sem erfðu höfundarréttinn að laginu þegar Hamdy féll frá árið 1993. Jay Z mætti fyrir dóminn í gær og sagðist vera á þeirri skoðun að hann hefði haft leyfi fyrir því að nota stefnið. „Ég vissi ekki einu sinni að stefið hefði verið fengið annars staðar frá. Timbaland kom með lagið til mína. Mér datt ekki einu sinni í hug að þetta væri sampl.“ Vitnaleiðslur yfir Jay Z stóðu yfir í 90 mínútur og svaraði rapparinn flestum spurningum með já-i eða nei-i. Fjölmiðlar vestanhafs segja hins vegar prakkarsvip hafa komið á hann þegar hann var spurður út í Kanye West, Rihönnu og aðra tónlistarmenn sem hafa verið á hans vegum. „Sumir gætu hafa heyrt um hann,“ sagði verjandi Jay Z, Andrew Bart, um Kanye West. „Einn eða tveir,“ svaraði Jay Z. „Hann ætlar sér að verða forseti.“ Verjendur Jay Z og Timbaland greindu ítrekað frá því við réttarhaldið að fjölskylda Hamdys hefði ítrekað fengið greitt fyrir notkun á stefinu úr Khosara, Khosara. Þegar Jay Z var spurður hvers vegna hann hefði ekki gengið úr skugga að hann hefði fullt leyfi fyrir notkun á stefinu svaraði hann: „Það er ekki það sem ég geri. Ég geri tónlist, ég er rappari, ég er með fatalínu, ég rek útgáfu sem nefnist Roc Nation, ég er með umboðsskrifstofu fyrir íþróttamenn og tónlistarmann. Veitingastaði og næturklúbba. Ég held að það sé allt sem ég geri.“ Verjandi hans spurði á móti hvort ekki væri rétt að hann ætti einnig streymisveituna Tidal. „Jú, alveg rétt. Ég gleymdi því.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Bandaríski rapparinn Jay Z hefur borið vitni í höfundarréttarmáli sem afkomendur egypska tónskáldsins Baligh Hamdy höfðuðu gegn honum. Málið hefur verið um fjögur ár í bandarísku dómskerfi og varðar notkun Jay Z á stefi úr laginu Khosara Khosara frá árinu 1957 í laginu Big Pimpin sem kom út árið 2000. Það var dómari í Kaliforníu-ríki kvað upp þann úrskurð árið 2011 að ættingi Hamdys, Osama Ahmed Fahmy, mætti höfða mál gegn Jay Z fyrir notkun á stefinu án leyfis, samkvæmt egypskum lögum. Í stefnunni kom fram að aðeins væri hægt að fá leyfi fyrir notkun á óbreyttri útgáfu af Khosara, Khosara. Þar sem stefinu úr Khosara, Khosara í Big Pimpin hafði verið breytt, þurfti Jay Z samkvæmt egypskum lögum að fá leyfi frá öllum fjórum börnum Hamdys, sem erfðu höfundarréttinn að laginu þegar Hamdy féll frá árið 1993. Jay Z mætti fyrir dóminn í gær og sagðist vera á þeirri skoðun að hann hefði haft leyfi fyrir því að nota stefnið. „Ég vissi ekki einu sinni að stefið hefði verið fengið annars staðar frá. Timbaland kom með lagið til mína. Mér datt ekki einu sinni í hug að þetta væri sampl.“ Vitnaleiðslur yfir Jay Z stóðu yfir í 90 mínútur og svaraði rapparinn flestum spurningum með já-i eða nei-i. Fjölmiðlar vestanhafs segja hins vegar prakkarsvip hafa komið á hann þegar hann var spurður út í Kanye West, Rihönnu og aðra tónlistarmenn sem hafa verið á hans vegum. „Sumir gætu hafa heyrt um hann,“ sagði verjandi Jay Z, Andrew Bart, um Kanye West. „Einn eða tveir,“ svaraði Jay Z. „Hann ætlar sér að verða forseti.“ Verjendur Jay Z og Timbaland greindu ítrekað frá því við réttarhaldið að fjölskylda Hamdys hefði ítrekað fengið greitt fyrir notkun á stefinu úr Khosara, Khosara. Þegar Jay Z var spurður hvers vegna hann hefði ekki gengið úr skugga að hann hefði fullt leyfi fyrir notkun á stefinu svaraði hann: „Það er ekki það sem ég geri. Ég geri tónlist, ég er rappari, ég er með fatalínu, ég rek útgáfu sem nefnist Roc Nation, ég er með umboðsskrifstofu fyrir íþróttamenn og tónlistarmann. Veitingastaði og næturklúbba. Ég held að það sé allt sem ég geri.“ Verjandi hans spurði á móti hvort ekki væri rétt að hann ætti einnig streymisveituna Tidal. „Jú, alveg rétt. Ég gleymdi því.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira