Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 22:43 Hér sést Hreiðar bíða og bíða. mynd/reddit notandinn aidzgrenaidz Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015 Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015
Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30