Lífið

Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ljótu hálfvitarnir ekki sáttir með Útvarp Sögu.
Ljótu hálfvitarnir ekki sáttir með Útvarp Sögu. vísir
„Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni,“ segir í stöðufærslu frá hljómsveitinni en forsaga málsins er ný skoðunarkönnun sem birtist á vef Útvarpi Sögu um það hvort hlustendur stöðvarinnar treysti múslimum.

Snæbjörn Ragnarsson, einn meðlima Skálmaldar, hafði áður birt harðorða stöðufærslu vegna könnunarinnar þar sem hann talar um met í lágkúru og heimsku.

„Hvernig dettur einhverjum í hug að ala á, og ýta undir, tortryggni gegn öðru fólki með því að setja hlutina svona upp? Ekki reyna að fela ykkur á bakvið hlutleysi af neinu tagi, svona spurningar eiga engan veginn rétt á sér undir neinum kringumstæðum því sá sem svona spyr er að fiska eftir ákveðnum svörum,“ segir Snæbjörn á Facebook.

„Bann þetta gildir svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri. Ef þau láta af þessum ósiðum verða þau að segja sorrý og baka köku handa okkur. Óholla köku, ekki eitthvað heilsukjaftæði. Með nammi helst. Eftir kökuátið metum við svo ástandið upp á nýtt. Múslimum, og öllum jarðarbúum öðrum, viljum við hinsvegar færa frítt niðurhal að gjöf,“ segir í færslunni frá Ljótu hálfvitunum. 

Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð...

Posted by Ljótu hálfvitarnir on 19. september 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×