Barnakvikmyndahátíð hefst í dag Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. september 2015 10:00 Thelma Marín Jónsdóttir leiðir börnin í gegnum dagskránna á Barnakvikmyndahátíðinni. Vísir/Valli „Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“