Enski boltinn

Leikmenn Manchester United ósáttir með æfingarnar hjá Van Gaal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/getty
Breska blaðið Times greinir frá því í blaði sínu í dag að eldri leikmenn Manchester United farið til Louis Van Gaal, knattspyrnustjóra liðsins, til þess að kvarta yfir æfingaraðferðum þess hollenska.

Greinir Times frá því að eftir að leikmenn liðsins hafi rætt saman sín á milli hafi eldri leikmenn liðsins gengið á fund með Van Gaal fyrir nokkrum vikum til þess að vekja athygli á óánægju leikmanna með skort á ímyndunarafli.

Reglur æfinganna væru orðnar það strangar að þær væru farnar að hafa áhrif á sköpunarhæfileika leikmannana inn á vellinum.

Var það mat leikmanna liðsins að flestir þeirra hefðu betra af því að fá meira frelsi þegar kemur að því að æfa sóknarleik liðsins á æfingum en Manchester United hefur aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik helgarinnar en bæði lið koma inn í leikinn eftir að hafa tapað nokkuð óvænt um síðustu helgi.

Flautað verður til leiks í Manchester klukkan 16.30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×