Skortur á fjármagni ekki ástæða þess að uppbygging gengur hægt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. september 2015 20:00 Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00