Enski boltinn

Adebayor leystur undan samningi hjá Tottenham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adebayor kemur hér inn á í einum af síðustu leikjum sínum fyrir Tottenham í janúar.
Adebayor kemur hér inn á í einum af síðustu leikjum sínum fyrir Tottenham í janúar. Vísir/Getty
Emmanuel Adebayor var í nótt leystur undan samningi sínum hjá Tottenham og getur hann því fundið sér nýtt félag eftir stormasöm ár í enska boltanum.

Adebayor sem kom fyrst til Englands fyrir níu árum síðan þegar Arsenal gekk frá kaupunum á honum frá Monaco lék með Skyttunum, Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Sló hann í gegn á sínu þriðja tímabili hjá Arsenal þegar hann skoraði 30 mörk í öllum keppnum en rúmlega ári síðar greiddi Manchester City 25 milljónir punda fyrir hann.

Entist hann aðeins 18 mánuði þar en þá fór hann á láni til Real Madrid í hálft tímabil. Gekk hann til liðs við Tottenham á láni eftir það sem keyptu hann eftir góða frammistöðu á lánssamningnum.

Var hann að hefja síðasta tímabil sitt hjá Tottenham eftir að hafa skrifað undir fjögurra ára samning á sínum tíma. Var hann meðal launahæstu leikmanna liðsins sem leiddi til þess að Tottenham vildi losna við hann.

Hefur hann verið við það að ganga til liðs við West Ham og QPR undanfarna 12 mánuði en neitað að fara nema Tottenham myndi greiða upp samning hans. Hefur hann eytt tímanum á meðan í að telja peningana sína og ræða fjölskylduerjur sínar í fjölmiðlunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×