Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2025 23:03 Pep Guardiola heldur upp a mikil tímamót á sunnudaginn. Getty/Gareth Copley Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. City og Liverpool eru einu liðin sem orðið hafa Englandsmeistarar á síðustu átta árum og er Guardiola þakklátur sínum gamla keppinaut, Þjóðverjanum Jürgen Klopp, fyrir að hafa haldið sér á tánum í gegnum árin. Um þetta ræddi hann á blaðamannafundi í dag eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Guardiola ræddi um ríginn við Liverpool „Ég held að við höfum ýtt Liverpool áfram til að verða betri og þeir ýttu okkur áfram til að verða betri, það er alveg víst,“ sagði Guardiola. „Ef ég þyrfti að velja einn keppinaut fyrir þennan persónulega áfanga – ég vil deila honum með mörgum, mörgum – þá væri þetta besti kosturinn,“ sagði Guardiola um að þúsundasti leikurinn yrði gegn Liverpool. „Því ég hef verið í þessu landi lengur en nokkurs staðar. Áhrif Barcelona á líf mitt eftir að hafa verið þar boltastrákur, fótboltamaður og stjóri eru augljós og Bayern var líka ótrúlegt skref.“ Liverpool og Tottenham eru þau lið sem tekist hefur oftast að vinna City undir stjórn Guardiola, eða tíu sinnum, og Klopp gekk öðrum stjórum betur að finna leiðir til að klekkja á Spánverjanum. „Liverpool, sérstaklega með Jurgen, hefur verið stærsti keppinauturinn í þessu landi,“ sagði Guardiola. „Þetta gæti ekki verið betra, satt best að segja. Alheimurinn ákvað þetta. Það er gott að upplifa þetta þegar við erum upp á okkar besta. Það sem gerðist á tímabili Jurgens þýðir að þetta hefur verið stærsti rígurinn því kannski eftir fyrsta tímabilið hans þá var keppnin um titilinn á milli okkar og þeirra. Ég naut alltaf þessa heilbrigða rígs. Ég hafði alltaf á tilfinningunni hversu mikið við bárum virðingu hvor fyrir öðrum. Jurgen gaf mér mikið og ég sakna hans. Hann gaf mér mikið hvað varðar hversu mikið ég þurfti að leggja á mig til að reyna að sigra hann,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
City og Liverpool eru einu liðin sem orðið hafa Englandsmeistarar á síðustu átta árum og er Guardiola þakklátur sínum gamla keppinaut, Þjóðverjanum Jürgen Klopp, fyrir að hafa haldið sér á tánum í gegnum árin. Um þetta ræddi hann á blaðamannafundi í dag eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Guardiola ræddi um ríginn við Liverpool „Ég held að við höfum ýtt Liverpool áfram til að verða betri og þeir ýttu okkur áfram til að verða betri, það er alveg víst,“ sagði Guardiola. „Ef ég þyrfti að velja einn keppinaut fyrir þennan persónulega áfanga – ég vil deila honum með mörgum, mörgum – þá væri þetta besti kosturinn,“ sagði Guardiola um að þúsundasti leikurinn yrði gegn Liverpool. „Því ég hef verið í þessu landi lengur en nokkurs staðar. Áhrif Barcelona á líf mitt eftir að hafa verið þar boltastrákur, fótboltamaður og stjóri eru augljós og Bayern var líka ótrúlegt skref.“ Liverpool og Tottenham eru þau lið sem tekist hefur oftast að vinna City undir stjórn Guardiola, eða tíu sinnum, og Klopp gekk öðrum stjórum betur að finna leiðir til að klekkja á Spánverjanum. „Liverpool, sérstaklega með Jurgen, hefur verið stærsti keppinauturinn í þessu landi,“ sagði Guardiola. „Þetta gæti ekki verið betra, satt best að segja. Alheimurinn ákvað þetta. Það er gott að upplifa þetta þegar við erum upp á okkar besta. Það sem gerðist á tímabili Jurgens þýðir að þetta hefur verið stærsti rígurinn því kannski eftir fyrsta tímabilið hans þá var keppnin um titilinn á milli okkar og þeirra. Ég naut alltaf þessa heilbrigða rígs. Ég hafði alltaf á tilfinningunni hversu mikið við bárum virðingu hvor fyrir öðrum. Jurgen gaf mér mikið og ég sakna hans. Hann gaf mér mikið hvað varðar hversu mikið ég þurfti að leggja á mig til að reyna að sigra hann,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira