Segir nær ógerlegt að halda dýpkun í Landeyjahöfn áfram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 11:05 Jóhann segir aðstæður hafa verið óásættanlegar. vísir/óskar friðriksson Björgun ehf, sem sinnt hefur dýpkun í Landeyjahöfn, skilaði ekki inn tilboði þegar Vegagerðin auglýsti útboð vegna dýpkunarinnar í júlí, en það var belgíst stórfyrirtæki sem átti lægsta tilboðið að þessu sinni. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri hjá Björgun, segist ekki hafa séð fram á að geta klárað verkið. Nær ógerlegt sé að vinna í allt að tveggja metra ölduhæð og efast um að önnur skip eigi eftir að ráða við verkið.Aðstæður óásættanlegar„Við teljum að ölduhæðin sé of há og okkar skip einfaldlega ráða ekki við hana. Skipin eru núna í ágætis standi en í vor þegar við byrjuðum dýpkunina þá brotnuðu sogrörin á öllum skipunum vegna ölduhæðar. Þannig að verkefnið er mjög erfitt og í tveggja metra öldu þá teljum við að ekki sé hægt að dæla,“ segir hann. Þá hafi aðstæður ekki verið skipverjum ásættanlegar.Dæluskipið Perla.vísir/óskar friðrikssonEitt erfiðasta svæði í heimi„Það teljum við alls ekki, sér í lagi þegar ölduhæð er tveir til tveir og hálfur metri, nær ógerlegt. En, þetta er eins og tilgreint er í útboðsgögnunum, eitt erfiðasta svæði í heiminum að dæla á og teljum ekki að önnur skip geti dælt í þessari ölduhæð,“ segir Jóhann og bætir við að ekki sé hægt að líta á Landeyjahöfn sem heilsárshöfn. Vegagerðin auglýsti útboð í júlí og opnaði tilboðin 11. ágúst síðastliðinn. Þrjú tilboð bárust og það lægsta hljóðaði upp á tæpar 588 milljónir króna frá belgíska fyrirtækinu Jan de Nul. Áætlað er að dæla þurfi allt að 750 þúsund rúmmetrum af sandi á næstu þremur árum. Landeyjahöfn hefur sætt töluverðri gagnrýni, því erfitt hefur reynst að halda henni opinni. Á ársgrundvelli hefur lokunin náð fjörutíu prósentum og tæpum níutíu prósentum yfir vetrarmánuðina. Tengdar fréttir Vélstjóri féll niður í lest í Landeyjahöfn Maðurinn var að vinna við enda sandrörs þegar festing datt af enda rörsins og lenti á honum sem við það féll fram fyrir sig. 21. apríl 2015 14:43 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar. 9. september 2015 06:54 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira
Björgun ehf, sem sinnt hefur dýpkun í Landeyjahöfn, skilaði ekki inn tilboði þegar Vegagerðin auglýsti útboð vegna dýpkunarinnar í júlí, en það var belgíst stórfyrirtæki sem átti lægsta tilboðið að þessu sinni. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri hjá Björgun, segist ekki hafa séð fram á að geta klárað verkið. Nær ógerlegt sé að vinna í allt að tveggja metra ölduhæð og efast um að önnur skip eigi eftir að ráða við verkið.Aðstæður óásættanlegar„Við teljum að ölduhæðin sé of há og okkar skip einfaldlega ráða ekki við hana. Skipin eru núna í ágætis standi en í vor þegar við byrjuðum dýpkunina þá brotnuðu sogrörin á öllum skipunum vegna ölduhæðar. Þannig að verkefnið er mjög erfitt og í tveggja metra öldu þá teljum við að ekki sé hægt að dæla,“ segir hann. Þá hafi aðstæður ekki verið skipverjum ásættanlegar.Dæluskipið Perla.vísir/óskar friðrikssonEitt erfiðasta svæði í heimi„Það teljum við alls ekki, sér í lagi þegar ölduhæð er tveir til tveir og hálfur metri, nær ógerlegt. En, þetta er eins og tilgreint er í útboðsgögnunum, eitt erfiðasta svæði í heiminum að dæla á og teljum ekki að önnur skip geti dælt í þessari ölduhæð,“ segir Jóhann og bætir við að ekki sé hægt að líta á Landeyjahöfn sem heilsárshöfn. Vegagerðin auglýsti útboð í júlí og opnaði tilboðin 11. ágúst síðastliðinn. Þrjú tilboð bárust og það lægsta hljóðaði upp á tæpar 588 milljónir króna frá belgíska fyrirtækinu Jan de Nul. Áætlað er að dæla þurfi allt að 750 þúsund rúmmetrum af sandi á næstu þremur árum. Landeyjahöfn hefur sætt töluverðri gagnrýni, því erfitt hefur reynst að halda henni opinni. Á ársgrundvelli hefur lokunin náð fjörutíu prósentum og tæpum níutíu prósentum yfir vetrarmánuðina.
Tengdar fréttir Vélstjóri féll niður í lest í Landeyjahöfn Maðurinn var að vinna við enda sandrörs þegar festing datt af enda rörsins og lenti á honum sem við það féll fram fyrir sig. 21. apríl 2015 14:43 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar. 9. september 2015 06:54 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira
Vélstjóri féll niður í lest í Landeyjahöfn Maðurinn var að vinna við enda sandrörs þegar festing datt af enda rörsins og lenti á honum sem við það féll fram fyrir sig. 21. apríl 2015 14:43
Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50
150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08
Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar. 9. september 2015 06:54