Enski boltinn

Ekki hægt að stjórna Balotelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gerrard og Balotelli í leik með Liverpool á sínum tíma.
Gerrard og Balotelli í leik með Liverpool á sínum tíma. Vísir/Getty
Steven Gerrard er þessa dagana að gefa út nýja ævisögu þar sem hann fer meðal annars yfir síðustu árin hjá Liverpool. Sagði m.a. hann í bókinni að Balotelli væri leikmaður sem ekki væri hægt að stjórna.

Balotelli sem hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Inter, AC Milan, Manchester City og Liverpool. Hefur ferill hans einkennst af skrautlegum atvikum utan vallar frekar en tilþrifum innan hans.

„Ég reyndi að hrósa honum en ég sá afhverju Mourinho sagði að það væri ekki hægt að þjálfa hann. Hann hefur hæfileika til þess að verða heimsklassa leikmaður en hugarfarið hans er ekki nægilega gott. Hann er alltaf seinn og vill alltaf athygli og verður aldrei heimsklassaleikmaður.“

Gerrard greinir frá athyglisverðum samræðum sem hann heyrði á milli Balotelli og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool.

„Við vorum að æfa það að verjast hornum og hann sagðist ekki kunna að verjast í hornum. Ég hugsaði bara, hvað er þessi maður að segja? Hann er sterkasti maður vallarins en getur ekki varist? Brendan lét hann æfa það og hann lærði það loksins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×