Enski boltinn

Markalaust í Wales

vísir/getty
Swansea og Everton gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en leikið var í Wales.

Bæði lið fengu sín tækifæri til þess að skora, en framherjar liðanna, Bafetimbi Gomis og Romelu Lukaku, fengu sinn skerf af færum.

Swansea er í áttunda sæti deildarinnar með níu stig. Everton er með jafn mörg stig, en þó betri markahlutfall og er í því sjötta.

Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×