Táfýlublæti og tvíhyggja Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. september 2015 12:00 Móa Hjartardóttir Fréttablaðið/ Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“ Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira