Dansað í dimmu gyða lóa ólafsdóttir skrifar 8. september 2015 09:00 Eyrún segir ákveðið frelsi felast í því að dansa í myrkri. Fréttablaðið/Anton „Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum. Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljóstrar upp um limastærð Sinatra Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum.
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljóstrar upp um limastærð Sinatra Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira