Fyrsti leikur Sturridge mögulega á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 18:00 Daniel Sturridge. Vísir/Getty Daniel Sturridge er allur að braggast eftir að hafa vera meiddur í að vera eitt ár og það styttist í endurkomu hans inn í Liverpool-liðið. Daniel Sturridge var bara í byrjunarliði Liverpool í sjö leikjum á síðasta tímabili og var hans sárt saknað ekki síst eftir að félagið seldi Luis Suarez til Barcelona. Sturridge meiddist í verkefni enska landsliðsins um haustið og sú meiðsli tóku sig upp aftur og aftur. Biðin varð stuðningsmönnum Liverpool erfið. Daniel Sturridge fór síðan á endanum í aðgerð á mjöðm í Bandaríkjunum í maí og hefur verið í meðferð hjá læknaliði hafnarboltafélagsins Boston Red Sox. Sturridge kemur aftur til Liverpool um helgina og mun samkvæmt frétt Daily Mail byrja að æfa í næstu viku. Hann spilar þó ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahléið. Liverpool mætir Arsenal á mánudaginn og spilar síðan við West Ham áður en hlé verður gert á ensku úrvalsdeildinni vegna landsliðsverkefna. Fyrsti leikur Liverpool eftir landsleikjahléið er hinsvegar á móti erkifjendunum í Manchester United á Old Trafford. Það eru nokkrar líkur á því að Sturridge geti spilað þennan leik á móti United en jafnframt er ljóst að Liverpool mun ekki taka neina óþarfa áhættu með leikmanninn. Daniel Sturridge kom til Liverpool í janúar 2013 og skoraði 31 mark í 43 leikjum í ensku úrvalsdeildinni næsta eina og hálfa tímabilið. Hann skoraði síðan sigurmarkið í fyrsta leiknum á 2014-15 tímabilinu en svo meiddist hann á æfingu enska landsliðsins og hefur lítið hjálpað Liverpool-liðinu síðan. Sturridge spilaði síðast með Liverpool í apríl. Liverpool hefur byrjað nýtt tímabil vel en félagið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Liverpool vann þá báða 1-0. Enski boltinn Tengdar fréttir Tímabilið líklega búið hjá Sturridge Stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, segir að tímabilið sé líklega búið hjá framherja félagsins Daniel Sturridge. 27. apríl 2015 10:19 Henderson og Sturridge afgreiddu nýliðana | Sjáðu mörkin Liverpool hefur ekki enn tapað leik á árinu 2015 en það vann Burnley í kvöld. 4. mars 2015 11:27 Sturridge gæti verið frá í mánuð vegna meiðslanna Vonir Liverpool um að ná Meistaradeildarsæti dvína með slæmum tíðindum af framherjanum. 27. mars 2015 09:29 Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik. 3. maí 2015 06:00 Sturridge fór í aðgerð Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag. 5. maí 2015 21:20 Sturridge líklega ekki klár fyrr en í október Daniel Sturridge, framherji Liverpool, snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í október eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm fyrr í vikunni. 8. maí 2015 15:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Daniel Sturridge er allur að braggast eftir að hafa vera meiddur í að vera eitt ár og það styttist í endurkomu hans inn í Liverpool-liðið. Daniel Sturridge var bara í byrjunarliði Liverpool í sjö leikjum á síðasta tímabili og var hans sárt saknað ekki síst eftir að félagið seldi Luis Suarez til Barcelona. Sturridge meiddist í verkefni enska landsliðsins um haustið og sú meiðsli tóku sig upp aftur og aftur. Biðin varð stuðningsmönnum Liverpool erfið. Daniel Sturridge fór síðan á endanum í aðgerð á mjöðm í Bandaríkjunum í maí og hefur verið í meðferð hjá læknaliði hafnarboltafélagsins Boston Red Sox. Sturridge kemur aftur til Liverpool um helgina og mun samkvæmt frétt Daily Mail byrja að æfa í næstu viku. Hann spilar þó ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahléið. Liverpool mætir Arsenal á mánudaginn og spilar síðan við West Ham áður en hlé verður gert á ensku úrvalsdeildinni vegna landsliðsverkefna. Fyrsti leikur Liverpool eftir landsleikjahléið er hinsvegar á móti erkifjendunum í Manchester United á Old Trafford. Það eru nokkrar líkur á því að Sturridge geti spilað þennan leik á móti United en jafnframt er ljóst að Liverpool mun ekki taka neina óþarfa áhættu með leikmanninn. Daniel Sturridge kom til Liverpool í janúar 2013 og skoraði 31 mark í 43 leikjum í ensku úrvalsdeildinni næsta eina og hálfa tímabilið. Hann skoraði síðan sigurmarkið í fyrsta leiknum á 2014-15 tímabilinu en svo meiddist hann á æfingu enska landsliðsins og hefur lítið hjálpað Liverpool-liðinu síðan. Sturridge spilaði síðast með Liverpool í apríl. Liverpool hefur byrjað nýtt tímabil vel en félagið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Liverpool vann þá báða 1-0.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tímabilið líklega búið hjá Sturridge Stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, segir að tímabilið sé líklega búið hjá framherja félagsins Daniel Sturridge. 27. apríl 2015 10:19 Henderson og Sturridge afgreiddu nýliðana | Sjáðu mörkin Liverpool hefur ekki enn tapað leik á árinu 2015 en það vann Burnley í kvöld. 4. mars 2015 11:27 Sturridge gæti verið frá í mánuð vegna meiðslanna Vonir Liverpool um að ná Meistaradeildarsæti dvína með slæmum tíðindum af framherjanum. 27. mars 2015 09:29 Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik. 3. maí 2015 06:00 Sturridge fór í aðgerð Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag. 5. maí 2015 21:20 Sturridge líklega ekki klár fyrr en í október Daniel Sturridge, framherji Liverpool, snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í október eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm fyrr í vikunni. 8. maí 2015 15:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Tímabilið líklega búið hjá Sturridge Stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, segir að tímabilið sé líklega búið hjá framherja félagsins Daniel Sturridge. 27. apríl 2015 10:19
Henderson og Sturridge afgreiddu nýliðana | Sjáðu mörkin Liverpool hefur ekki enn tapað leik á árinu 2015 en það vann Burnley í kvöld. 4. mars 2015 11:27
Sturridge gæti verið frá í mánuð vegna meiðslanna Vonir Liverpool um að ná Meistaradeildarsæti dvína með slæmum tíðindum af framherjanum. 27. mars 2015 09:29
Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik. 3. maí 2015 06:00
Sturridge fór í aðgerð Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag. 5. maí 2015 21:20
Sturridge líklega ekki klár fyrr en í október Daniel Sturridge, framherji Liverpool, snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í október eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm fyrr í vikunni. 8. maí 2015 15:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti