Enski boltinn

Sturridge líklega ekki klár fyrr en í október

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sturridge missir væntanlega af tveimur fyrstu mánuðum næsta tímabils.
Sturridge missir væntanlega af tveimur fyrstu mánuðum næsta tímabils. vísir/getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í október eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm fyrr í vikunni.

Sturridge fór í mjaðmaaðgerðina í New York á þriðjudaginn en læknar segja að hann geti ekki hafið æfingar fyrr en í september.

Sturridge meiddist í 2-1 tapinu fyrir Manchester United 22. mars en þrátt fyrir það spilaði framherjinn næstu tvo leiki liðsins. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan Liverpool vann Blackburn 0-1 í átta-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar 8. apríl.

Sturridge hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli síðan hann gekk í raðir Liverpool í byrjun árs 2013 en hann hefur aðeins byrjað inn á í sjö deildarleikjum í vetur.

Liverpool sækir Chelsea heim í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik.

Sturridge fór í aðgerð

Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×