Yrðlingarnir alltaf tilbúnir að veiða hrút Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2015 11:45 Þau Guðrún Ýr og Benedikt eru meðal ellefu barna sem leika yrðlinga í óperunni Baldursbrá. Vísir Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju. Krakkar Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju.
Krakkar Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“