Engir tvennir tónleikar eins Magnús Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2015 11:45 RGG er þekkt fyrir að vera sífellt í leit að nýjum og spennandi leiðum. Pólska tríóið RGG er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska djassunnendur en tríóið hefur hlotið frábæra dóma víða um lönd auk þess sem Aura, nýútkomin fyrsta plata sveitarinnar á alþjóðavísu, hefur fengið afar jákvæðar viðtökur. RGG kemur fram í kvöld á djasskvöldi KEX Hostels og hefjast tónleikarnir kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Tríóið er skipað þeim Lukasz Ojdana á píanó, Maciej Tarbowski á bassa og Krzysztof Tradziuk á trommur. Anna Kasperek er umboðsmaður sveitarinnar og hún segir að heimsóknin til Íslands hafi komið í eðlilegu framhaldi fyrir RGG sem hafi áður heimsótt bæði Finnland og Svíþjóð og kunni ákaflega vel við skandinavísku tónlistarsenuna. „Þetta er hluti af því að sækja í nýja og sérstaka reynslu, bæði á tónlistarsviðinu og svo ekki síður að upplifa náttúru lands á borð við Ísland. Það er mikilvægt fyrir RGG að halda áfram að þróa sína tónlist og með því að spila fyrir nýja áhorfendur, í nýju umhverfi þá opnast nýjar leiðir. Málið er að RGG var stofnað árið 2001 og þrátt fyrir að hafa alla tíð gengið vel á djasssenunni þá breyttist ýmislegt árið 2013 þegar píanistinn Lukasz Ojdana tók við af Przemyslaw Raminiak. Lukasz er ungur píanisti, aðeins tuttugu og fimm ára gamall, og það er óhætt að segja að hann hafi komið með ferska nálgun inn í tríóið. Það hefur eiginlega verið orðað þannig að innkoma hans hafi orðið til þess að tríóið andi nú dýpra en það hefur áður gert. Það er mikið flæði á tónleikum og mikið impróvíserað þannig að engir tvennir tónleikar eru eins. Eiginlega alveg langt frá því,“ segir Anna og hlær en hún tók að sér að hafa orð fyrir sveitinni sem skellti sér á Gullfoss og Geysi í aðdraganda tónleikanna til þess að ná sér í íslenskan innblástur. „RGG vill síður vera bundið við ákveðna stefnu eins og t.d. djass því hugurinn stendur til þess að vinna á breiðum grunni. Algjört frelsi er inntak þess sem RGG gerir og vonandi eiga Íslendingar eftir að skynja það á tónleikunum.“ Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Pólska tríóið RGG er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska djassunnendur en tríóið hefur hlotið frábæra dóma víða um lönd auk þess sem Aura, nýútkomin fyrsta plata sveitarinnar á alþjóðavísu, hefur fengið afar jákvæðar viðtökur. RGG kemur fram í kvöld á djasskvöldi KEX Hostels og hefjast tónleikarnir kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Tríóið er skipað þeim Lukasz Ojdana á píanó, Maciej Tarbowski á bassa og Krzysztof Tradziuk á trommur. Anna Kasperek er umboðsmaður sveitarinnar og hún segir að heimsóknin til Íslands hafi komið í eðlilegu framhaldi fyrir RGG sem hafi áður heimsótt bæði Finnland og Svíþjóð og kunni ákaflega vel við skandinavísku tónlistarsenuna. „Þetta er hluti af því að sækja í nýja og sérstaka reynslu, bæði á tónlistarsviðinu og svo ekki síður að upplifa náttúru lands á borð við Ísland. Það er mikilvægt fyrir RGG að halda áfram að þróa sína tónlist og með því að spila fyrir nýja áhorfendur, í nýju umhverfi þá opnast nýjar leiðir. Málið er að RGG var stofnað árið 2001 og þrátt fyrir að hafa alla tíð gengið vel á djasssenunni þá breyttist ýmislegt árið 2013 þegar píanistinn Lukasz Ojdana tók við af Przemyslaw Raminiak. Lukasz er ungur píanisti, aðeins tuttugu og fimm ára gamall, og það er óhætt að segja að hann hafi komið með ferska nálgun inn í tríóið. Það hefur eiginlega verið orðað þannig að innkoma hans hafi orðið til þess að tríóið andi nú dýpra en það hefur áður gert. Það er mikið flæði á tónleikum og mikið impróvíserað þannig að engir tvennir tónleikar eru eins. Eiginlega alveg langt frá því,“ segir Anna og hlær en hún tók að sér að hafa orð fyrir sveitinni sem skellti sér á Gullfoss og Geysi í aðdraganda tónleikanna til þess að ná sér í íslenskan innblástur. „RGG vill síður vera bundið við ákveðna stefnu eins og t.d. djass því hugurinn stendur til þess að vinna á breiðum grunni. Algjört frelsi er inntak þess sem RGG gerir og vonandi eiga Íslendingar eftir að skynja það á tónleikunum.“
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira