Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 10:14 Frá lögregluaðgerðum við Kirkjuvelli. Vísir Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt var vopnaður golfkylfu og hnífi þegar sérsveitarmenn fóru inn í íbúð hans. Lögreglan hafði haft afskipti af manninum í gærkvöldi eftir að kvartað hafði verið undan hávaða á heimili hans. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að henni. Þegar reynt var að handtaka hann náði hann að komast undan lögreglu og læsa sig inni í íbúðinni. Þar tilkynnti hann lögreglu að hann væri vopnaður skotvopni en samkvæmt tilkynningum sem bárust var talið að skothvellir hefðu heyrst á svæðinu.Var ekki vopnaður skotvopnum „Hann var ekki vopnaður skotvopnum eins og talið var í upphafi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðina. Hann segir manninn ekki hafa komið sjálfviljugan út heldur fór lögreglan inn í íbúð hans á Kirkjuvöllum þar sem hann var handtekinn. „Hann veitti enga mótspyrnu, hann fékk ekki tækifæri til þess. En hann hafði í hendinni golfkylfu og hníf þegar hann var handtekinn.“ Maðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin en síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars og hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Sjá einnig: Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á ReykhólumEiga eftir að yfirheyra hann Hann er nú í haldi lögreglu en Margeir gat ekki svarað því að svo stöddu hvort lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það er í skoðun, við eigum eftir að ræða við hann og við erum að meta þetta,“ segir Margeir og segir lögregluaðgerðina hafa gengið vel miðað hvernig málið leit út í fyrstu. Hann segir að um 30 manns hafi tekið þátt í þessari aðgerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögregla lokaði allri umferð inn í Vallarhverfið og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra á meðan aðgerðum stóð. Tilkynnt var um málið um klukkan tíu í gærkvöldi og var maðurinn handtekinn um þremur tímum síðar eða um klukkan eitt í nótt. Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt var vopnaður golfkylfu og hnífi þegar sérsveitarmenn fóru inn í íbúð hans. Lögreglan hafði haft afskipti af manninum í gærkvöldi eftir að kvartað hafði verið undan hávaða á heimili hans. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að henni. Þegar reynt var að handtaka hann náði hann að komast undan lögreglu og læsa sig inni í íbúðinni. Þar tilkynnti hann lögreglu að hann væri vopnaður skotvopni en samkvæmt tilkynningum sem bárust var talið að skothvellir hefðu heyrst á svæðinu.Var ekki vopnaður skotvopnum „Hann var ekki vopnaður skotvopnum eins og talið var í upphafi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðina. Hann segir manninn ekki hafa komið sjálfviljugan út heldur fór lögreglan inn í íbúð hans á Kirkjuvöllum þar sem hann var handtekinn. „Hann veitti enga mótspyrnu, hann fékk ekki tækifæri til þess. En hann hafði í hendinni golfkylfu og hníf þegar hann var handtekinn.“ Maðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin en síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars og hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Sjá einnig: Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á ReykhólumEiga eftir að yfirheyra hann Hann er nú í haldi lögreglu en Margeir gat ekki svarað því að svo stöddu hvort lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það er í skoðun, við eigum eftir að ræða við hann og við erum að meta þetta,“ segir Margeir og segir lögregluaðgerðina hafa gengið vel miðað hvernig málið leit út í fyrstu. Hann segir að um 30 manns hafi tekið þátt í þessari aðgerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögregla lokaði allri umferð inn í Vallarhverfið og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra á meðan aðgerðum stóð. Tilkynnt var um málið um klukkan tíu í gærkvöldi og var maðurinn handtekinn um þremur tímum síðar eða um klukkan eitt í nótt.
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08