Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefdar BHM, kveðst ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/GVA Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54
Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30
Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00
Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16