Enski boltinn

Milner með skelfilegt skot | Myndband

James Milner, leikmanni Liverpool, tókst ekki að komast á blað í fyrsta leik sínum á heimavelli fyrir nýja félagið en hann fékk ágætt færi eftir aukaspyrnu í lok venjulegs leiktíma.

Alberto Moreno fékk aukaspyrnu við vítateigsboga Bournemouth undir lok leiksins og gátu leikmenn Liverpool gert endanlega út um leikinn með marki en leikmenn liðsins reyndu nýja útfærslu af aukaspyrnu.

Renndi Jordan Henderson, fyrirliði liðsins, boltanum á Milner sem sneri á varnarmann og reyndi skot sem fór sennilega nær þakrennunum á Anfield í stað þess að fara í netið.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir ofan en leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×