Enski boltinn

Benteke hetja Liverpool gegn nýliðunum | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Benteke tryggði Liverpool sigur á Bournemouth með sínu fyrsta marki fyrir félagið í keppnisleik.

Liverpool er því búið að vinna báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili með markatölunni 1-0. Nýliðar Bournemouth hafa hins vegar tapað báðum sínum leikjum.

Benteke skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu eftir sendingu Jordans Henderson. Markið hefði þó sennilega ekki átt að standa þar sem Philippe Coutinho var rangstæður og reyndi við boltann áður en hann barst á Benteke.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×