Robert Downey Jr. tekjuhæsti leikari heims Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 11:47 Robert Downey Jr. er tekjuhæsti leikarinn þriðja árið í röð. Vísir/Getty Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir hæstlaunuðu leikarana á árinu 2015. Þar er leikarinn Robert Downey Jr. efstur á lista með 80 milljónir dollara, eða um 10,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. er efstur á þessum lista en hann hefur þénað vel í hlutverki sínu sem Tony Stark í Marvel-myndunum. Síðast sáum við Downey Jr. í hlutverki Starks í myndinni Avengers: Age of Ultron en hann mun næst birtast sem Járnmaðurinn í myndinni Captain America: Civil War sem er væntanleg á næsta ári. Er hann sagður fá 40 milljónir dollara fyrir þá mynd. Stærstur hluti af þessum 80 milljónum dollara sem hann er sagður hafa þénað á árinu kemur vegna hlutdeildar Downey Jr. í tekjum þeirra mynda þar sem hann leikur Stark en Avengers: Age of Ultron hefur tekið inn um 1,4 milljarða dollara í miðasölu á heimsvísu.2. Jackie Chan Í öðru sæti á listanum en kínverski leikarinn Jackie Chan sem er með 50 milljónir dollara, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna, á árinu sem má rekja til velgengni myndarinnar Dragon Blade í Kína. Chan fær þó ekki aðeins tekjur af leik í kvikmyndum því hann gefur út sína eigin Jackie Chan-vörulínu, rekur Segway-umboð og einnig stóra kvikmyndahúsakeðju.3. Vin Diesel. Í þriðja sæti er bandaríski leikarinn Vin Diesel með 47 milljónir dollara á árinu, 6,3 milljarðar íslenskra króna, en hannmalar gull á hlutverki sínu sem Dominic Toretto í Fast and Furios-seríunni. Sjöunda myndin, Furious 7, tók inn 1,5 milljarð dollara í miðasölu en 77 prósent þeirra tekna mynduðust utan Bandaríkjanna. Diesel nýtur gífurlegra vinsælda um þessar mundir og eru til að mynda 93 milljónir notenda sem fylgjast með Facebook-síðu hans. Hann er væntanlegur í myndinni The Last Witch Hunter en Ólafur Darri okkar fer einnig með hlutverk í þeirri mynd.4. Bradley Cooper Í fjórða sæti er bandaríski leikarinn Bradley Cooper sem er með 41,5 milljónir , tæpa 5,6 milljarðar íslenskra króna, á árinu. Cooper er sagður búa yfir þeim eiginleika að geta hoppað á milli drama- og gamanmynda. Á árinu mátti sjá hann í myndinni Aloha og stríðsdramanu American Sniper. Clint Eastwood var leikstjóri seinni myndarinnar og fór Cooper með aðahlutverkið. Ásamt því var Cooper einn af framleiðendum myndarinnar um bandarísku leyniskyttunnar.5. Adam Sandler Í fimmta sæti er bandaríski gamanleikarinn Adam Sandler með 41 milljón dollara, 5,5 milljarða króna, á árinu. Hann heldur áfram að mala gull þrátt fyrir að myndir hans fái jafnan slæma dóma hjá gagnrýnendum. Hann sást síðast í myndinni Pixels en Forbes segir myndir hans njóta mikilla vinsælda á VOD-leigumarkaðinum.6. Tom Cruise Í sjötta sæti er bandaríski leikarinn Tom Cruise með 40 milljónir dollara, 5,3 milljarða íslenskra króna, á árinu. Hann getur þakkað þessi laun sín velgengni fimmtu Mission Impossible-myndarinnar sem er nýkomin í kvikmyndahús og einnig velgengni Edge of Tomorrow sem kom út á síðasta ári.7. - 8. Amitabh Bachchan og Salman Khan Í sjöunda og áttunda sæti er indversku leikararnir Amitabh Bachchan og Salman Khan. Báðir eru þeir sagðir með 33,5 milljónir dollara á árinu en indverskir kvikmyndagerðarmenn eru sagðir ná að drýgja tekjur sínar töluvert með því að selja sýningarréttinn að kvikmynda sínum til sjónvarpsstöðva. Bachchan hefur leikið í 150 myndum á 50 ára ferli sínum og er ein af þeim Bollywood-stjörnum sem fær einnig hlutdeild í tekjum myndanna sem hann leikur í ásamt því að vera spyrill í indversku útgáfunni af spurningaþættinum Viltu vinna milljón en átta seríur hafa verið framleiddar. Salman Khan hefur leikið í 80 kvikmyndum frá árinu 1989 en hann kemur einnig að framleiðslu kvikmynda. Hann hefur einnig verið þáttastjórandi raunveruleikaþátta á borð við Bigg Boss og Big Brother á Indlandi. Þá er hann einnig með góðar tekjur af auglýsingum og er til að mynda eitt af andlitum gosdrykkjarins Thumbs Up, indverska útgáfan af Coca-Cola, og Suzuki.9. Akshay Kumar Í níunda sæti er indverski leikarinn Akshay Kumar sem hefur leikið í 150 kvikmyndum frá árinu 1992. Hann er einn af duglegust leikurum Bollywood en hann leikur að jafnaði í fjórum kvikmyndum á ári. Ásamt því að leika í vinsælum kvikmyndum er hann einnig þáttastjórnandi Dare 2 Dance og einnig með digra auglýsingasamninga.10. Mark Whalberg Í tíunda sæti er bandaríski leikarinn Mark Whalberg með 32 milljónir dollara á árinu, eða sem nemur um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur þénað vel undanfarið ár á myndunum Ted 2 og Transformers: Age of Extinction. Fyrirtæki hans framleiddi einnig Entourage-kvikmyndina og nýjustu sjónvarpsþáttaröð Dwayne Johnson sem nefnist Ballers. Sjáðu listann í heild hér. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir hæstlaunuðu leikarana á árinu 2015. Þar er leikarinn Robert Downey Jr. efstur á lista með 80 milljónir dollara, eða um 10,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. er efstur á þessum lista en hann hefur þénað vel í hlutverki sínu sem Tony Stark í Marvel-myndunum. Síðast sáum við Downey Jr. í hlutverki Starks í myndinni Avengers: Age of Ultron en hann mun næst birtast sem Járnmaðurinn í myndinni Captain America: Civil War sem er væntanleg á næsta ári. Er hann sagður fá 40 milljónir dollara fyrir þá mynd. Stærstur hluti af þessum 80 milljónum dollara sem hann er sagður hafa þénað á árinu kemur vegna hlutdeildar Downey Jr. í tekjum þeirra mynda þar sem hann leikur Stark en Avengers: Age of Ultron hefur tekið inn um 1,4 milljarða dollara í miðasölu á heimsvísu.2. Jackie Chan Í öðru sæti á listanum en kínverski leikarinn Jackie Chan sem er með 50 milljónir dollara, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna, á árinu sem má rekja til velgengni myndarinnar Dragon Blade í Kína. Chan fær þó ekki aðeins tekjur af leik í kvikmyndum því hann gefur út sína eigin Jackie Chan-vörulínu, rekur Segway-umboð og einnig stóra kvikmyndahúsakeðju.3. Vin Diesel. Í þriðja sæti er bandaríski leikarinn Vin Diesel með 47 milljónir dollara á árinu, 6,3 milljarðar íslenskra króna, en hannmalar gull á hlutverki sínu sem Dominic Toretto í Fast and Furios-seríunni. Sjöunda myndin, Furious 7, tók inn 1,5 milljarð dollara í miðasölu en 77 prósent þeirra tekna mynduðust utan Bandaríkjanna. Diesel nýtur gífurlegra vinsælda um þessar mundir og eru til að mynda 93 milljónir notenda sem fylgjast með Facebook-síðu hans. Hann er væntanlegur í myndinni The Last Witch Hunter en Ólafur Darri okkar fer einnig með hlutverk í þeirri mynd.4. Bradley Cooper Í fjórða sæti er bandaríski leikarinn Bradley Cooper sem er með 41,5 milljónir , tæpa 5,6 milljarðar íslenskra króna, á árinu. Cooper er sagður búa yfir þeim eiginleika að geta hoppað á milli drama- og gamanmynda. Á árinu mátti sjá hann í myndinni Aloha og stríðsdramanu American Sniper. Clint Eastwood var leikstjóri seinni myndarinnar og fór Cooper með aðahlutverkið. Ásamt því var Cooper einn af framleiðendum myndarinnar um bandarísku leyniskyttunnar.5. Adam Sandler Í fimmta sæti er bandaríski gamanleikarinn Adam Sandler með 41 milljón dollara, 5,5 milljarða króna, á árinu. Hann heldur áfram að mala gull þrátt fyrir að myndir hans fái jafnan slæma dóma hjá gagnrýnendum. Hann sást síðast í myndinni Pixels en Forbes segir myndir hans njóta mikilla vinsælda á VOD-leigumarkaðinum.6. Tom Cruise Í sjötta sæti er bandaríski leikarinn Tom Cruise með 40 milljónir dollara, 5,3 milljarða íslenskra króna, á árinu. Hann getur þakkað þessi laun sín velgengni fimmtu Mission Impossible-myndarinnar sem er nýkomin í kvikmyndahús og einnig velgengni Edge of Tomorrow sem kom út á síðasta ári.7. - 8. Amitabh Bachchan og Salman Khan Í sjöunda og áttunda sæti er indversku leikararnir Amitabh Bachchan og Salman Khan. Báðir eru þeir sagðir með 33,5 milljónir dollara á árinu en indverskir kvikmyndagerðarmenn eru sagðir ná að drýgja tekjur sínar töluvert með því að selja sýningarréttinn að kvikmynda sínum til sjónvarpsstöðva. Bachchan hefur leikið í 150 myndum á 50 ára ferli sínum og er ein af þeim Bollywood-stjörnum sem fær einnig hlutdeild í tekjum myndanna sem hann leikur í ásamt því að vera spyrill í indversku útgáfunni af spurningaþættinum Viltu vinna milljón en átta seríur hafa verið framleiddar. Salman Khan hefur leikið í 80 kvikmyndum frá árinu 1989 en hann kemur einnig að framleiðslu kvikmynda. Hann hefur einnig verið þáttastjórandi raunveruleikaþátta á borð við Bigg Boss og Big Brother á Indlandi. Þá er hann einnig með góðar tekjur af auglýsingum og er til að mynda eitt af andlitum gosdrykkjarins Thumbs Up, indverska útgáfan af Coca-Cola, og Suzuki.9. Akshay Kumar Í níunda sæti er indverski leikarinn Akshay Kumar sem hefur leikið í 150 kvikmyndum frá árinu 1992. Hann er einn af duglegust leikurum Bollywood en hann leikur að jafnaði í fjórum kvikmyndum á ári. Ásamt því að leika í vinsælum kvikmyndum er hann einnig þáttastjórnandi Dare 2 Dance og einnig með digra auglýsingasamninga.10. Mark Whalberg Í tíunda sæti er bandaríski leikarinn Mark Whalberg með 32 milljónir dollara á árinu, eða sem nemur um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur þénað vel undanfarið ár á myndunum Ted 2 og Transformers: Age of Extinction. Fyrirtæki hans framleiddi einnig Entourage-kvikmyndina og nýjustu sjónvarpsþáttaröð Dwayne Johnson sem nefnist Ballers. Sjáðu listann í heild hér.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira