Enski boltinn

Arsenal lánar Gnabry til West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gnabry lék ekkert með Arsenal á síðasta tímabili.
Gnabry lék ekkert með Arsenal á síðasta tímabili. vísir/getty
Arsenal hefur lánað þýska kantmanninn Serge Gnabry til West Brom.

Hinn tvítugi Gnabry kemur til með að leika með West Brom út tímabilið en hann kom til Arsenal frá Stuttgart árið 2011.

„Við erum ánægðir að bæta Serge í hópinn. Hann er hörkuleikmaður og styrkir okkur í vissum stöðum á vellinum,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, um Þjóðverjann.

Gnabry lék ekkert með aðalliði Arsenal í fyrra en hann átti við erfið hnémeiðsli að stríða.

Tímabilið 2013-14 lék Gnabry 14 leiki með Arsenal og skoraði eitt mark.


Tengdar fréttir

Lambert kominn til West Brom

Stuttri dvöl Rickie Lambert hjá Liverpool er lokið en framherjinn er genginn í raðir West Brom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×