Enski boltinn

West Brom fær besta leikmann Wigan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McClean hefur leikið 27 landsleiki fyrir Írland og skorað fjögur mörk.
McClean hefur leikið 27 landsleiki fyrir Írland og skorað fjögur mörk. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið West Brom hefur fest kaup á írska kantmanninum James McClean frá Wigan.

McClean, sem hefur leikið 27 landsleiki fyrir Írland, skrifaði undir þirggja ára samning við West Brom en kaupverðið er ein og hálf milljón punda.

McClean kom til Wigan frá Sunderland árið 2013 og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili. Wigan féll hins vegar niður í C-deildina og því ákvað McClean að róa á önnur mið.

„James átti misjöfn ár hjá Wigan en hann spilaði vel fyrir Sunderland og við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom sem endaði í 13. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

„Hann býr yfir hraða, er örvfættur og getur skorað mörk,“ bætti Pulis við en hann tók við West Brom um mitt síðasta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×