Disney ósátt við klámvæðingu Stjörnustríðs Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 14:29 Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira