Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 09:57 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans. vísir/andri marinó Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins. Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins.
Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Sjá meira
Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27
„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21
Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30
Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00