Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 09:57 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans. vísir/andri marinó Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins. Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins.
Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27
„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21
Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30
Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00