Hanna drusluvarninginn í ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2015 09:30 Nóg að gera hjá Grétu og Helgu að hanna allan varning Druslugöngunnar í ár. Mynd/aðsend Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri. Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri.
Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23
Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00
Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01