Hanna drusluvarninginn í ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2015 09:30 Nóg að gera hjá Grétu og Helgu að hanna allan varning Druslugöngunnar í ár. Mynd/aðsend Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri. Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri.
Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23
Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00
Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01