Lífið

David Beckham einhenti tennisbolta á Wimbledon

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Beckham var kampakátur með að hafa gripið boltann.
Beckham var kampakátur með að hafa gripið boltann.
Wimbledon tennismótinu lýkur um helgina en mörg glæsileg tilþrif hafa sést á vellinum. Knattspyrnugoðsögnin David Beckham átti ein bestu tilþrifin í stúkunni er hann handsamaði bolta sem hafði farið ranga leið.

Uppgjöf í viðureign Jamie Murray og John Peers gegn Jonathan Erlich og Philipp Petzchner skoppaði af stól dómara og upp í stúkuna. Fyrrum landsliðsfyrirliði Englands einhenti boltann og henti honum strax inn á völlinn við mikinn fögnuð viðstaddra.

Hægt er að sjá upptöku af atvikinu hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.