Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2015 21:38 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira