Innlent

Félagsmenn VM felldu samninginn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Atkvæðagreiðslu iðnaðarmanna um kjarasamning er lokið. Myndin er frá samningafundi.
Atkvæðagreiðslu iðnaðarmanna um kjarasamning er lokið. Myndin er frá samningafundi. Vísir/Stefán
Félag vélstjóra og málmtæknimanna felldi kjarasamning sem undirritaður var við Samtök atvinnulífsins í júní síðastliðnum. Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram um samninginn en henni lauk í hádeginu. 

VM felldu

Í kosningunni voru þátttakendur spurðir hvort þeir samþykktu kjarasamning VM við SA sem undirritaður var þann 22. júní 2015. Á kjörskrá voru 1.734 en þar af tóku 630 þátt í kosningunni, eða 36,3 prósent.

Já sögðu 253, eða 40,16 prósent þátttakenda, en nei sögðu 365, eða 57,94 prósent greiddra atkvæða. Tólf sátu hjá.

MATVÍS samþykktu

Félagsmenn MATVÍS samþykktu hins vegar samninginn með 68,4 prósent greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka hjá félaginu var 23,5 prósent, samkvæmt vefsíðu félagsins.

Á kjörskrá voru 1.131 en af þeim voru 82 sem sögðu nei við samningum, eða 30,8 prósent. Tveir tóku ekki afstöðu.

Von á fleiri niðurstöðum

Félögin eru aðeins þau fyrstu af nokkrum félögum iðnaðarmanna sem greint hafa frá niðurstöðum atkvæðagreiðslu um samninginn.

Niðurstöður annara félaga munu liggja fyrir fljótlega.

Uppfært klukkan 12.22 með niðurstöðum MATVÍS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×