Innlent

Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingarinnar. vísir/gva
Samfylkingin mælist nú með minnsta fylgi sem hún hefur nokkurn tíman mælst með. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrrar könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 9,3% en til samanburðar má nefna að fylgi við Framsóknarflokinn mælist 10,6%. Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins en þriðjungur svarenda könnunarinnar segjast myndu kjósa þá. Vinstri-grænir og Sjálfsstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi en Björt framtíð mælist með 5,6% samanborið við 6,8% í síðustu könnun. Önnur framboð mælast með minna en tvö prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 30,4% og hefur lækkað um ríflega prósent frá síðustu mælingu.

Úrtak könnunarinnar voru einstaklingar, átján ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 981 einstaklingur.

Niðurstöður könnunarinnar.mynd/mmr

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×