Enski boltinn

Mulumbu til nýliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mulumbu og Maraoune Fellaini eigast við í leik West Brom og Manchester United.
Mulumbu og Maraoune Fellaini eigast við í leik West Brom og Manchester United. vísir/getty
Nýliðar Norwich City í ensku úrvalsdeildinni hafa samið við miðjumanninn Youssouf Mulumbu.

Mulumbu, sem er 28 ára landsliðsmaður frá Lýðveldinu Kongó, var látinn fara frá West Brom á dögunum en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Norwich sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Middlesbrough í umspili í vor.

Mulumbu lék með West Brom í sex ár en hann kom til félagsins frá Paris Saint-Germain á sínum tíma. Mulumbu lék 17 leiki með West Brom á síðasta tímabili en hann var ekki í náðinni hjá Tony Pulis eftir að hann tók við liðinu.

Mulumbu er annar leikmaðurinn sem Norwich fær frá West Brom en áður var Graham Dorrans búinn að semja við nýliðana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×