Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 23. júní 2015 16:15 Vísir/GVA Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru: Umræðan Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru:
Umræðan Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira