Fótbolti

Eiður Smári sagður í viðræðum við kínverskt lið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði vel með Bolton á síðustu leiktíð.
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði vel með Bolton á síðustu leiktíð. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, er í viðræðum við lið í kínversku úrvalsdeildinni.

Knattspyrnuvefsíðan 433.is segist hafa heimildir fyrir þessu, en ekki er tekið fram nafnið á félaginu sem Eiður er í samningaviðræðum við.

Eiður Smári spilaði með Bolton í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og hefur Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, mikinn áhuga á að halda Eiði Smára.

Tveir aðrir landsliðsmenn, Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson, spila í Kína með Jiangsu Sainty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×