Enski boltinn

Schweinsteiger hefur ekki farið fram á sölu

Schweini í leik  með Bayern.
Schweini í leik með Bayern. vísir/getty
Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger hefur verið sterklega orðaður við Man. Utd síðustu vikur.

Hann er talinn vera ofarlega á lísta hjá Louis van Gaal, stjóra Man. Utd, sem ætlar að gera miklar breytingar á liði Man. Utd í sumar.

Schweinsteiger spilar með Bayern München og framkvæmdastjóri félagsins, Karl-Heinz Rummenigge, segir að leikmaðurinn hafi ekki gefið í skyn að hann vilji fara.

„Ég veit ekki hversu mikið er til í þessum sögum. Eina sem er klárt hjá okkur er að við myndum aðeins íhuga að selja hann ef hann færi fram á það sjálfur. Það hefur ekki gerst," segir Rummenigge.

Schweinsteiger hefur spilað með Bayern síðan 2002 og er orðinn 31 árs gamall. Hann er búinn að vinna þýsku deildina átta sinnum, bikarinn sjö sinnum og svo Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×