Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2015 15:36 Ríkharð Júlíus Ríkharðsson er einn af ákærðu í málinu. vísir/valli „Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann. Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
„Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann.
Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15