Enski boltinn

Pogba til City fyrir metfé?

Paul Pogba er hér í baráttu við Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Paul Pogba er hér í baráttu við Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty
Orðrómur er uppi um að Manchester City sé tilbúið að borga Juventus rúmlega 60 milljónir punda, rúmlega 12 milljarða íslenskra króna, fyrir Paul Pogba. Chelsea og Barcelona eru einnig sögð hafa augastað á Pogba.

Talið er að Manchester City sjái Pogba fyrir sér sem arftaka Yaya Toure sem þráðlátlega hefur verið orðaður við Inter frá Mílanó.

Paul Pogba er ekki ókunnugur Manchesterborg því hann var á sínum tíma í unglingaliðið Manchester United. Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United, sá hins vegar ekki ástæðu til að halda Pogba og á endanum fór hann til Juventus.

Það mesta sem Manchester City hefur greitt fyrir leikmann er 38 milljónir punda fyrir Sergio Aguero frá Athletico Madrid árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×