Enski boltinn

Tevez líka með tilboð frá Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Vísir/Getty
Carlos Tevez, framherji Juventus, hefur fengið tilboð um að snúa aftur í enska boltann á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Sky Sports en það eru ekki bara ensk félög sem hafa áhuga á þessum snjalla leikmanni.

Tilboðið er þó ekki frá Liverpool samkvæmt frétt Sky Sports en breskir blaðamenn hafa verið að undanförnu að skrifa um áhuga knattspyrnustjórans Brendan Rodgers á því að fá þennan fyrrum framherja Manchester City og Manchester United til félagsins.

Carlos Tevez á ár eftir af samningi sínum við ítölsku meistarana en hann er 31 árs gamall og hefur spilað með Juventus frá 2003. Tevez er eftirsóttur því hann hefur fengið tilboð frá öðrum deildum og eitt af þeim er talið vera frá spænska liðinu Atletico Madrid.

Juventus keypti Carlos Tevez frá Manchester City fyrir tólf milljónir punda árið 2013 og hann hefur orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari með liðinu. Á þessu tímabili vann Juventus tvennuna og komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Carlos Tevez vann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum á sjö tímabilum sínum í henni og enska bikarinn einu sinni en fyrstu leiktíðina þar spilaði hann með West Ham.

Tevez hefur skorað 19 (2013-14) og 20 deildarmörk á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá Juventus og hefur unnið sér aftur sæti í argentínska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×