Enski boltinn

Agüero: Get unnið allt með City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero fagnar marki í leik með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni.
Sergio Agüero fagnar marki í leik með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni. Vísir/Getty
Sóknarmaðurinn Sergio Agüero er ánægður hjá Manchester City og segir að hann hafi enga ástæðu til að yfirgefa félagið.

Agüero varð markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 26 mörk en City varð undir í baráttunni við Chelsea um enska meistaratitilinn.

Enn fremur féll City úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en þrátt fyrir það segir Agüero að hann geti vel orðið Evrópumeistari með City, sem og unnið Gullbolta FIFA sem besti leikmaður heims.

„Eina ástæðan fyrir því að leikmaður skiptir um félag ætti að vera til að ná betri árangri. Ég get náð öllu mínum markmiðum sem leikmaður City,“ sagði Agüero í samtali við spænska fjölmiðla.

„Sögusagnir verða alltaf til og ég get ekki komið í veg fyrir það. En ég ítreka að ég ger mjög ánægður hjá Manchester City.“

„Ég hef notið velgengni þar í fjögur ár og vil meira. Stóra markmiðið er enski meistaratitillinn en það er líka stór draumur að vinna Meistaradeildina með City.“


Tengdar fréttir

Agüero markakóngur

Sergio Agüero, framherji Manchester City, varð markakóngur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 26 mörk, en lokaumferðin í deildinni fór fram í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×